Þá er komið að hinum árlega hreinsunardegi okkar GKG-inga. Við ætlum að hittast kl. 10:00 laugardaginn 16. maí við æfingasvæðið og vélageymslu. Þar munu vallarstarfsmenn úthluta okkur verkefnum og lýkur hreinsunardeginum kl. 13:00 með pulsupartíi ala Gummi vallarstjóri.

Þeir sem mæta munu fá forgang á að spila opnunardaginn. Opnunardagurinn verður endanlega ákveðinn af vallarstjóra á fundi með stjórn félagsins næstkomandi föstudag. Ef veðurspáin helst eins og hún er núna má búast við því að opnunardagurinn verði sunnudaginn 17. maí.

Staffið.