Vallarstjóri GKG, Guðmundur Árni Gunnarsson hefur ákveðið að opna velli GKG sunnudaginn 17. maí kl. 08:00. Þeir aðilar sem mæta á vinnudag GKG, laugardainn 16. maí milli kl. 10:00 og 13:00 hafa forgang á að spila völlinn á sunnudeginum. Vallarstjóri hefur ákveiðið að opna upp í Leirdalinn líka þannig að hægt verður að spila 18 holur á Leirdalnum sem og 9 holur á Mýrinni.