Mótaraðir GSÍ fóru af stað um helgina þegar Eimskipsmótaröðin var leikin í Leirunni og Íslandsbankamótaröðin á Skaganum.
Okkar fólk náði ágætum árangri, en Aron Snær Júlíusson hafnaði í þriðja sæti á Eimskipsmótaröðinni eftir að hafa leitt mótið eftir tvo fyrstu hringina.
Á Íslandsbankamótaröðinni náði Sigurður Arnar Garðarsson 2. sæti í flokki 14 ára og yngri; Alma Rún Ragnarsdóttir náði einnig 2. sæti í flokki 14 ára og yngri stúlkna. Nánari upplýsingar og myndir eru að finna á frétt golf.is hér.
Eitt af markmiðum barna-, unglinga- og afreksstarfsins er að eiga breiðan hóp keppenda í öllum mótaröðum og hefur það tekist, en 20 krakkar kepptu í Íslandsbankamótaröðinni, 14 í Eimskipsmótaröðinni og 6 í Áskorendamótaröðinni.
Sumarið lofar góðu, áfram GKG!
(mynd: golf.is)