Þá er komið að móti mótanna en Meistaramót GKG er haldið í ár dagana 28. júní til 4. júlí.
Að venju er leikið í getu og aldursskiptum flokkum. Í öllum flokkum er leikinn höggleikur án forgjafar, nema í fjórða flokki kvenna en þar verður leikin punktakeppni með fullri forgjöf.
ATH, mótsstjórn áskilur sér rétt til að loka skráningu í einstaka flokka ef fjöldi þátttakanda verður með þeim hætti að ekki sé hægt að koma þeim innan tímamarka.
Bílar eru ekki heimilir í almennum flokkum án heimildar mótsstjórnar
Bílar eru heimilaðir í öldungarflokkum
Heimilt er að leika í tveimur flokkum svo framarlega sem mótsdagar skarist ekki.
Upplýsingar um dagsrká og flokka fæst hér.
Upplýsingar um áætlaða rásröð fæst hér.
Upplýsignar um keppnisskilmála fást hér.
Upplýsingar um staðarreglur fást hér.
Skráning fer fram á golf.is