Þeir sem hafa spilað Leirdalinn seinni partinn hafa tekið eftir uglunum okkar sem flögra yfir dalinn í leit að æti. Það er orðin hefð að þær mæta í kringum meistaramótið okkar, unga út sínum ungum og hverfa svo á braut þegar haustið nálgast.
Nú eru þær sem sagt mættar, stóra spurningin er hvort þær verði jafn forvitnar um gang mála í meistaramótinu og áður þegar þær sátu langtímum á hvítu vallarmarkahælunum.
Hitt er svo annað að í dag er síðasti skráningardagur í meistaramótið … og þar af leiðandi síðasta tækifærið til að skrá sig í mót mótanna.
Allar nánari upplýsingar hér.