Punktamót GKG – staðan fyrir lokaumferðina

Á mánudag, 17. ágúst, fer fram lokaumferðin í Punktakeppni GKG 2015. Staðan fyrir lokahringinn í PDF skjali ásamt Excel skjali með reikniformúlum fyrir áhugasama má sjá með því að smella hér.

Rástímum fækkar hratt eftir hádegið á mánudag en það eru næg laus pláss fyrir hádegi. Skráning fer fram á golf.is eins og áður.

Skömmu eftir síðasta hring á mánudag verða úrslitin tilkynnt í lokahófi þar sem Siggi vert býður upp eitthvað gott í gogginn. Upplagt er að nota teiggjöfina, 1000 kr. inneign hjá Sigga, til þess að greiða fyrir veitingarnar.

Þegar staðan fyrir lokahringinn er skoðuð sést að a.m.k. 80 félagsmenn hafa tekið þátt í mótinu og að 34 þeirra hafa lokið a.m.k. þremur hringjum og hafa því enn möguleika á því að sigra í þessu móti! Efsti maður mótsins, Óðinn Gunnarsson, heldur forystunni og er enn með 152 punkta, eða 38 punkta að meðaltali á fjórum bestu hringjunum! Það er því töluverð áskorun að ná honum en baráttan er mun jafnari um 2. og 3. sætið og þar koma margir til greina eins og sést í stöðutöflunni.

Grænmáluðu tölurnar lengst til hægri sýna meðalskor þeirra sem hafa spilað 4 hringi, 3 hringi og 2 hringi. Þar sést að því fleiri hringi sem hver og einn hefur spilað, því hærra er meðaltal bestu hringjanna, eins og við er að búast.

Eggert mótsstjóri