Í gær fór fram lokamótið í Mix mótaröðinni og tóku 26 ungir og upprennandi kylfingar þátt. Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem náðu verðlaunasætum, en heildarúrslit er hægt að skoða hér.

Verðlaun fyrir besta árangurinn í mótaröðinni verða veitt á uppskeruhátíðinni okkar sem fer fram í seinustu æfingavikunni okkar í haust, þ.e. 21.-25. september. Nákvæm tímasetning og dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Við óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir þátttökuna.

Verðlaun í öllum flokkum í Mix mótaröð voru eftirfarandi:

  1. sæti: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 7 æfingafötur
  2. sæti: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 5 æfingafötur
  3. sæti: Einn bíómiði í Laugarásbíó og 3 æfingafötur

Allir keppendur fengu 3 æfingafötur og Mix/Floridana í teiggjöf.

Hægt er að vitja vinninga í golfverslun GKG.

Úrslit í Mix mótaröð nr. 4
19.ágú
Drengir 13-16 ára Punktar
1 Símon Michael Guðjónsson * 13
Strákar 9 ára og yngri
1 Magnús Ingi Hlynsson * 7
2 Veigar Már Brynjarsson 6
3 Ísak Þór Ragnarsson 3
Strákar 10-12 ára
1 Gísli Gottskálk Þórðarson 18
2 Björn Ingi Sigurðsson * 16
3 Jón Skúli Guðmundsson * 16
Stúlkur 10-12 ára
1 Hrefna Karen Pétursdóttir * 15
2 Bjarney Ósk Harðardóttir * 12
3 Irene Petra Obono Anda * 10
Stúlkur 9 ára og yngri
1 Ester Amíra Ægisdóttir * 13
2 Snæfríður Ásta Jónasdóttir 2