Kæru félagar

Bændaglíman var haldin með pomp og prakt síðastliðinn laugardag og viljum við þakka ykkur fyrir frábærar viðtökur í ár.  Það fylltist í mótið á nokkrum klukkustundum þannig að ári verða félagar að vera á tánnum þegar við opnum fyrir skráningu.  Mótið gekk mjög vel og voru félagsmenn sérstaklega  ánægðir með að fá að spila inn á nýju 18. flötina sem var opnuð í fyrsta sinn fyrir þetta mót.  Borðhald og verðlaunaafhending var svo haldin á neðri hæð nýja skálans þar sem félagar fengu að snæða lamb og bernaise að hætti Sigga og um leið fengu smjörþefinn af framtíð GKG.  Bændurnir Vernharð Þorleifsson (Venni Páer) og Þórhallur Sverrisson (Tóti Draumur) stóðu sig einstaklega vel og keyrðu um með veigar og kvöttu sín lið til dáða. Spilað var 4 manna texas scramble þar sem hver leikmaður þurfti að skila af sér að minnsta kosti  tveimur teighöggum og bændur gátu læðst inn sem fimmti leikmaður einu sinni á lið, úttkoman var hin glæsilegasta því það sáust gríðarlega góð skor í þessu mót.  Veitt voru verðlaun fyrir 3 bestu skorin og bóndi ársins krýndur.  Besta skor mótsins var 52 punktar sem má teljast ótrúlegt og sigruðu þeir Haukur Már, Guðjón Henning, Jón Steinar og Gunnar Snær.  Bóndi ársins GKG 2015 var svo sjálfur  Venni Páer og var hann hræðrur í ræðu sinni þegar hann þakkaði sínum leikmönnum fyrir frábæra frammistöðu.  Tóti draumur tók ósigrunum eins og sannur sigurvegari þar sem hann þakkaði sínu liði fyrir drengilega og íþróttalega framkomu við keppnina og um leið óskaði félaga sínum til hamingju með sigurinn.  Að endanum lögðust bændurnir í faðma og partýið hélt áfram á neðri hæð nýja skálans.

Viljum við að lokum enn og aftur þakka ykkur félagsmönnum fyrir að taka þátt í þessum árlega viðburði okkar og gera þennan dag skemmtilegan, sjáumst að ári.

Bestu kveðjur

Starfsfólk GKG