Stjórn GKG hefur ákveðið árgjald í klúbbinn fyrir starfsárið 2016 sem hér segir:

FLOKKUR VERÐ
67 ára og eldri 64.000 kr.
Einstaklingar 25 ára til og með 66 ára 94.700 kr.
Einstaklingar 19 ára til og með 24 ára 47.350 kr.
Börn og unglingar 11 ára til og með 18 ára 23.000 kr.
Börn 10 ára og yngri 14.500 kr.

Við höfum áður boðið félagsmönnum upp á að skipta greiðslum í einn tvo eða þrjá gjaldaga með greiðsluseðli. Með nýju upplýsingakerfi getum við nú skipt greiðslum á kreditkort til allt að 10 mánaða. Ef greiðslum er skipt niður þá leggst 3% afgreiðslugjald á hvert skipti. Dæmi: ef einstaklingur velur að skipta greiðslu niður í 10 gjaldaga með korti, þá er hver gjalddagi kr. 9.470 + 284,- = 9.754,-. Þeir sem hafa verið með einn, tvo eða þrjá greiðslugjalddaga í banka þurfa ekki að láta vita ef þeir vilja halda því áfram.

Hinir sem vilja gera breytingu hafi endilega samband við Guðrúnu sem allra fyrst ( gudrun@gkg.is ).

Svo bendum við á það að til 1. febrúar verða engin inntökugjöld í klúbbinn, kjörið tækifæri til að benda vinum og vandamönnum á tækifærið að skrá sig í klúbbinn á www.gkg.is … innifalið í árgjaldinu er neðangreint.

  • Ótakmarkað spil á Leirdalsvelli (18 holur)
  • Ótakmarkað spil á Mýrinni (9 holur)
  • Aðgang að æfingasvæði GKG (pitch völlur, driving range, púttflatir og æfingavöllur)
  • Forgangsaðgang að golfhermum GKG (Inniaðstaða)
  • Ókeypis aðgangur að Íþróttamiðstöð GKG (Inniaðstaða pútt, vipp og slá í net, kostar 1.000,- fyrir utanfélagsmenn)
  • Aðgangur að Kórnum (Inniaðstaða, Pútt, vipp og slá í net – eingöngu fyrir GKG meðlimi)
  • 25% afsláttur af boltakortum á æfingasvæði
  • 25% afsláttur af golfhermum
  • 15-30% afsláttur af vörum í verslun GKG
  • Aðgang að 9 vinavöllum GKG
    • Golfklúbbur Selfoss
    • Golfklúbbur Norðfjarðar
    • Golfklúbburinn Leynir Akranesi
    • Golfklúbbur Borgarness
    • Golfklúbbur Hellu
    • Golfklúbbur Suðurnesja
    • Golfklúbburinn Geysir
    • Golfklúbbur Grindavíkur
    • Golfklúbbur Sandgerðis
  • Ótakmarkaður og ókeypis aðgangur að hinni margrómuðu GKG stemningu !!