Stjórn GKG hefur ákveðið árgjald í klúbbinn fyrir starfsárið 2016 sem hér segir:
FLOKKUR | VERÐ |
67 ára og eldri | 64.000 kr. |
Einstaklingar 25 ára til og með 66 ára | 94.700 kr. |
Einstaklingar 19 ára til og með 24 ára | 47.350 kr. |
Börn og unglingar 11 ára til og með 18 ára | 23.000 kr. |
Börn 10 ára og yngri | 14.500 kr. |
Við höfum áður boðið félagsmönnum upp á að skipta greiðslum í einn tvo eða þrjá gjaldaga með greiðsluseðli. Með nýju upplýsingakerfi getum við nú skipt greiðslum á kreditkort til allt að 10 mánaða. Ef greiðslum er skipt niður þá leggst 3% afgreiðslugjald á hvert skipti. Dæmi: ef einstaklingur velur að skipta greiðslu niður í 10 gjaldaga með korti, þá er hver gjalddagi kr. 9.470 + 284,- = 9.754,-. Þeir sem hafa verið með einn, tvo eða þrjá greiðslugjalddaga í banka þurfa ekki að láta vita ef þeir vilja halda því áfram.
Hinir sem vilja gera breytingu hafi endilega samband við Guðrúnu sem allra fyrst ( gudrun@gkg.is ).
Svo bendum við á það að til 1. febrúar verða engin inntökugjöld í klúbbinn, kjörið tækifæri til að benda vinum og vandamönnum á tækifærið að skrá sig í klúbbinn á www.gkg.is … innifalið í árgjaldinu er neðangreint.
- Ótakmarkað spil á Leirdalsvelli (18 holur)
- Ótakmarkað spil á Mýrinni (9 holur)
- Aðgang að æfingasvæði GKG (pitch völlur, driving range, púttflatir og æfingavöllur)
- Forgangsaðgang að golfhermum GKG (Inniaðstaða)
- Ókeypis aðgangur að Íþróttamiðstöð GKG (Inniaðstaða pútt, vipp og slá í net, kostar 1.000,- fyrir utanfélagsmenn)
- Aðgangur að Kórnum (Inniaðstaða, Pútt, vipp og slá í net – eingöngu fyrir GKG meðlimi)
- 25% afsláttur af boltakortum á æfingasvæði
- 25% afsláttur af golfhermum
- 15-30% afsláttur af vörum í verslun GKG
- Aðgang að 9 vinavöllum GKG
- Golfklúbbur Selfoss
- Golfklúbbur Norðfjarðar
- Golfklúbburinn Leynir Akranesi
- Golfklúbbur Borgarness
- Golfklúbbur Hellu
- Golfklúbbur Suðurnesja
- Golfklúbburinn Geysir
- Golfklúbbur Grindavíkur
- Golfklúbbur Sandgerðis
- Ótakmarkaður og ókeypis aðgangur að hinni margrómuðu GKG stemningu !!