Á aðalfundi GKG sem haldinn var 2. desember síðastliðinn var viðhorfskönnun félagsmanna til ýmissa þátta starfseminnar kynnt. Í viðhorfskönnuninni kemur margt fróðlegt í ljós, félagsmenn eru sáttari við vellina, Siggi vert fær topp einkunnir, við höldum áfram að bæta æfingasvæðið, félagsmenn eru sáttari við aðgengi að vellinum, barna og unglingastarfið ásamt afrekstarfinu fær topp einkunn. Þeir þættir sem lækka hjá okkur á milli ára eru aðgengi að skála og umhverfi, eðli málsins samkvæmt þar sem við höfum verið í miklum framkvæmdum þetta árið.

Til að sjá könnunina í heild sinni, þá smellið hér -> Viðhorfskönnun.