Í gær fór fram íþróttahátíð Kópavogs í Smáranum. Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2015.

Birgir Leifur, sem var íþróttakarl Kópavogs 2014, var tilnefndur fyrir besta íþróttakarl Kópavogs 2015 og fékk viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

Sigurður Arnar Garðarsson, 13 ára, og Hulda Clara Gestsdóttir, 14 ára, fengu viðurkenningar fyrir 13-16 ára.

Óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenningarnar.

Sjá nánari upplýsingar hér.