Sjötta mótinu lauk um helgina í púttmótaröð barna og unglinga GKG. Að þessu sinni tóku aðeins 18 krakkar þátt, en væntanlega hafa einhverjir ekki áttað sig á því að mótið var viku eftir seinasta mót í stað tveimur vikum síðar eins og venjan hefur verið. Ástæðan er sú að næsta laugardag fer stór hópur kylfinga úr keppnishópum GKG í æfingaferð til Portúgal. Næsta púttmót verður því 9. apríl.
Alls verða 9 mót í vetur, og telja bestu 4 mótin í heildarkeppninni, en veitt verða einnig verðlaun fyrir bestu mætinguna. Hægt er að sjá árangur efstu í hverjum flokki hér fyrir neðan, en til að sjá úrslit allra keppenda smellið hér. Ef þið sjáið einhverjar rangfærslur þá sendið póst á ulfar@gkg.is
Athugið að næsta mót verður núna á næsta laugardag, 9. apríl. Hægt er að hefja leik milli 11-12:45 og er þátttaka ávallt ókeypis. Það er líka sjálfsagt að bjóða vini/vinkonu með og prófa að taka pútthring.
12 ára og yngri stelpur 04 og síðar 12.mar
Bjarney Ósk 35
12 ára og yngri strákar 04 og síðar 12.mar
Máni Freyr 29
13-16 ára stelpur 03-00 12.mar
Eva María 30
María Björk 30
13-16 ára strákar 03-00 12.mar
Viktor Snær 28