Háforgjafarmót GKG fer fram á Mýrinni laugardaginn 28. maí 2016
Leikfyrirkomulag er 9. holu punktakeppni með fullri forgjöf en lágmarks grunnforgjöf er 28.0
Veitt eru verðlaun fyrir efstu 3 sætin í opnum flokki og nándarverðlaun á tveimur par 3 holum.
Verðlaun:
1. sæti – 25.000 kr. gjafabréf frá WOW air
2. sæti – Gafabréf í Borgarleikhúsið
3. sæti – 10.000 kr. gjafabréf frá N1
Nándarverðlaun á 2. og 9. holu eru bíómiðar og golfkortið.
Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í verðlaunasæti þá vinnur sá aðili sem hefur fleiri punkta á síðustu 6 holunum, þá síðustu 3 og loks 9. hola. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti.