Nokkrir af okkar efnilegustu kylfingum eru núna við keppni á erlendri grundu, en alls taka 16 kylfingar þátt í Finnish Junior U16 mótinu sem haldið er í Vierumaki í Finnlandi. Um er að ræða þriggja daga mót sem hófst í dag og lýkur á föstudag. Hér má sjá keppendalista frá Íslandi, en fimm kylfingar eru frá GKG. Hægt er að skoða stöðuna í mótinu hér.
Alma Rún Ragnarsdóttir GKG
Flosi Valgeir Jakobsson GKG
Jón Arnar Sigurðarson GKG
Magnús Friðrik Helgason GKG
Sigurður Arnar Garðarsson GKG
Viktor Ingi Einarsson GR
Sigurður Bjarki Blumenstein GR
Böðvar Bragi Pálsson GR
Dagbjartur Sigurbrandsson GR
Daníel Ísak Steinarsson GK
Birkir Orri Viðarsson GS
Andri Már Guðmundsson GM
Kristófer Karl Karlsson GM
Ragnar Már Ríkarðsson GM
Björgvin Franz Björgvinsson GM
Sverrir Haraldsson GM
Hlynur Bergsson er við keppni á International Junior Masters mótinu sem er haldið á East Aurora vellinum nálægt Buffalo í New York. Mótið og öll umgjörð er einstaklega glæsileg, en hér er hægt að skoða stöðuna eftir fyrsta hringinn sem var í gær.
Baráttukveðjur til okkar flottu kylfinga!

Sigurður og Flosi

Alma Rún Ragnarsdóttir