Íslandsmót golfklúbba unglinga fór fram um helgina og var líf og fjör á Flúðum, Hellu og Þorlákshöfn, þar sem alls kepptu 44 sveitir, með 4-6 kylfinga innanborðs.
GKG sendi alls 8 sveitir, og hafa aldrei fleiri börn og unglingar keppt fyrir hönd klúbbsins áður, og er það til marks um hið blómlega barna- og unglingastarf sem á sér stað í GKG.
Sveit 15 ára og yngri stúlkna tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir úrslitaleik við GR stúlkur. Frábær árangur hjá þeim en þetta er annað árið í röð sem þær fagna sigri.
A sveit drengja 15 ára og yngri þurfti að lúta í gras eftir úrslitaleik við A sveit GR. Engu að síður flottur árangur hjá strákunum. B og C sveitirnar okkur stóðu sig með mikilli prýði og söfnuðu sér dýrmætri reynslu.
Á Hellu kepptu 16-18 ára piltar, og sigraði sameinað lið GA og GHD eftir úrslitarimmu við GR. Okkar strákar náðu sér ekki á strik og höfnuðu í 7. og 8. sæti, A og B sveitirnar.
Hér fyrir neðan má sjá úrslitin í keppnunum, en einnig er hægt að skoða fjölmargar myndir sem teknar voru.
Myndir frá stúlknakeppninni í Þorlákshöfn
Myndir frá drengjakeppninni á Flúðum og Hellu
Myndasyrpa frá Flúðum af golf.is
Myndasyrpa frá Þorlákshöfn ofl. af golf.is
| Flúðir | Strandarvöllur Hella: | Þorláksvöllur Þorlákshöfn: | |
| 15 ára og yngri | Piltar 18 ára og yngri: / | Stúlkur 15 ára og yngri: | |
| Lokastaða og úrslit leikja: | Lokastaða og úrslit leikja: | Lokastaða og úrslit leikja: | |
| 1. GR-A | 1. GA/GHD | 1. GKG-A | |
| 2. GKG-A | 2. GR-A | 2. GR-A | |
| 3. GM-A | 3. GR-B | 3. GR-B | |
| 4. GA-A | 4. GM | 4. GSS | |
| 5. GR-B | 5. GK | 5. GKG-B | |
| 6. NK | 6. GV | 6. GM | |
| 7. GOS | 7. GKG-A | 7. GK | |
| 8. GK-A | 8. GKG-B | 8. GS | |
| 9. GL | 9. GL | ||
| 10. GKG-C | 10. GK-B | Stúlkur 18 ára og yngri | |
| 11. GKG-B | 11. GO | 1. GM | |
| 12. GS | 2. GR | ||
| 13. GM-B | 3. GHD/GOS/GA | ||
| 14. GO | 4. GS | ||
| 15.GHD | 5. GKG | ||
| 16.GK-B | |||
| 17. GV | |||
| 18. GSS | |||
| 19. GF/GEY/GHR | |||
| 20. GA-B | |||
Sveitir GKG skipuðu:
| Piltar 16-18 ára – Hellu | Stúlkur 18 ára og yngri – Þorlákshöfn | Sveitir drengja 15 ára og yngri – Flúðum | ||
| Sveit 1 | Anna Júlía Ólafsdóttir | Sveit 1 | ||
| Hilmar Snær Örvarsson | Íris Mjöll Jóhannesdóttir | Jón Gunnarsson | ||
| Hlynur Bergsson | Helga María Guðmundsdóttir | Viktor Markússon Klinger | ||
| Ingi Rúnar Birgisson | Árný Eik Dagsdóttir | Viktor Snær Ívarsson | ||
| Jóel Gauti Bjarkason | María Björk Pálsdóttir | Sigurdur Arnar | ||
| Magnús Friðrik Helgason | Flosi Valgeir Jakobsson | |||
| Ragnar Áki Ragnarsson | Sveit 1: Stúlkur 15 ára og yngri – Þorlákshöfn | Rafnar Örn Sigurðarson | ||
| Alma Rún Ragnarsdóttir | ||||
| Sveit 2 | Eva María Gestsdóttir | Sveit 2 | ||
| Gunnar Blöndahl Guðmundsson | Hulda Clara Gestsdóttir | Breki G. Arndal | ||
| Dagur Þorhallsson | Herdís Lilja Þórðardóttir | Sindri Snær Kristófersson | ||
| Jón Arnar Sigurðarson | Róbert Leó Arnórsson | |||
| Óðinn Hjaltason Schiöth | Sveit 2: Stúlkur 15 ára og yngri – Þorlákshöfn | Dagur Fannar Ólafsson | ||
| Róbert Þrastarson | Bjarney Ósk Harðardóttir | Jóhannes Sturluson | ||
| Sólon Baldvin Baldvinsson | Katla Björg Sigurjónsdóttir | Óliver Elís Hlynsson | ||
| Hafdís Ósk Hrannarsdóttir | ||||
| Hrefna Karen Pétursdóttir | Sveit 3 | |||
| Hjalti Hlíðberg | ||||
| Óliver Máni Scheving | ||||
| Gústav Nilsson | ||||
| Jón Þór Jóhannsson | ||||
| Vilhjálmur Eggert Ragnarsson | ||||
| Kristian Óskar Sveinbjörnsson |

