Nú liggja fyrir úrslit í punktamóti GKG en síðasta umferðin var núna á mánudaginn.

Keppnin var mjög jöfn og spennandi allt til loka og munaði aðeins einum punkti á sigurvegaranum og þeim sem lentu í öðru og þriðja sæti.

Í þremur efstu sætum urðu þessi:

  1. Óðinn Gunnarsson, sem sigraði líka í fyrra, fékk 111 punkta í þremur bestu hringjunum.
  2. Eggert Ólafsso fékk 110 punkta og 35 í síðast talda hringnum af þremur bestu.
  3. Hólmfríður Hilmarsdóttir fékk 110 punkta og 33 í síðast talda hringnum af þremur bestu.

Verðlaunin voru ekki af lakara taginu en Óðinn fékk flug til Ameríku með Icelandair, Eggert fékk 20 þúsund króna úttekt hjá N1 og Hólmfríður fékk miða fyrir tvo á Borgarleikhúsið.

Óskum við þeim innilega til hamingju. Endanleg úrslit má fá með því að smella hér.