taramr

 

 

Ágætu GKG konur

TARAMAR Lokamótið okkar í sumar verður á Leirdal 11. september. Mótið er punktamót hámarks forgjöf 36.  Glæsileg verðlaun í boði frá TARAMAR fyrir fyrstu þrjú sætin frá og nándarverðlaunin á par þrjú holum. Teiggjafir frá Ecco og Ölgerðinni.

Verðalaunaafhending verður á lokahófinu á Mulligan 16. september .

Skráning hefst á golf.is þann 1. september kl. 10.00 þátttökugjald er 2.000.- og greiðist við skráninguna á netinu. Einnig er hægt að fara í golfbúðina hjá GKG, skrá sig og greiða með korti.

LOKAHÓF TARAMAR GKG kvenna verður haldið á Mulligan þann 16. september og hefst kl. 19.00.  Þar ætlum við að gera upp þetta frábæra sumar og m.a. veita verðlaun fyrir þriðjudagsspilið á Mýrinni og lokamótið á Leirdal.

Skemmtinefndin er að störfum og mun senda út allar nánari upplýsingar innan tíðar.

Hlökkum tilað sjá ykkur!

f.h. kvennanefndar GKG

Þorgerður Jóhannsdóttir