Uppskeruhátíð GKG fór fram fyrir stuttu í Íþróttamiðstöðinni, og var svo sannarlega gaman að geta haldið þessa hátíð á heimavelli. Alls mættu um 60 iðkendur og svipaður fjöldi aðstandenda kom einnig og tók þátt í fögnuðinum. Dagurinn hófst á pútt- og vippkeppni í inniæfingaaðstöðunni. Að verðlaunaafhendingu lokinni var pizzuveisla í boði íþróttanefndar GKG.

Árangurinn 2016 var einstaklega glæsilegur og líklegast er þetta besta árið hjá GKG til þessa hvað varðar barna/unglinga/afreksstarf. T.a.m. lönduðu GKG kylfingar 7 af 12 Íslandsmeistaratitlum í einstaklingskeppni unglingaflokka á tímabilinu!

Veitt voru þátttökuverðlaun og verðlaun fyrir besta samanlagðan árangur í Mix mótaröðinni þar sem taka þurfti þátt í 3 mótum af 5 í mótaröðinni. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta samanlagðan árangur í 4 af 6 mótum í Egils Kristals mótaröðinni.

Hér má sá úrslit þeirra sem kláruðu tilskyldan fjölda í Mix mótaröðinni og Egils Kristals mótaröðinni.

Myndir er hægt að skoða hér á facebook síðu barna og unglingastarfsins.

Líkt og undanfarin ár þá voru veitar sérstakar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu.

Flestir hringir leiknir samkvæmt skráningu á golf.is:
Drengir: Jóhannes Sturluson, 120 hringir
Stúlkur: Bjarney Ósk Harðardóttir, 82 hringir

Viðurkenningar
Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur (kylfingur ársins):
Piltar: Sigurður Arnar Garðarsson
Stúlkur: Hulda Clara Gestsdóttir

Mestu framfarir pilta (mesta lækkun fgj.):
Viktor Snær Ívarsson

Mestu framfarir stúlkna (mesta lækkun fgj.):
Freydís Eiríksdóttir

Efnilegastur pilta (mesta bæting í mótum milli ára):
Flosi Valgeir Jakobsson

Efnilegust stúlkna (mesta bæting í mótum milli ára):
Eva María Gestsdóttir

Sérstök afrek sem ber að nefna:

Íslandsmeistaratitlar:
Íslandsmót golfklúbba (Sveitakeppni) GSÍ: 1. sæti Stúlkur 15 ára og yngri

Íslandsmeistari í höggleik í sjöunda sinn: Birgir Leifur Hafþórsson

Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri
Sigurður Arnar Garðarsson
Hulda Clara Gestsdóttir

Íslandsmeistari í holukeppni 17-18 ára
Elísabet Ágústsdóttir

Íslandsmeistari í höggleik 14 ára og yngri
Sigurður Arnar Garðarsson
Hulda Clara Gestsdóttir

Íslandsmeistari í höggleik 15-16 ára
Ingi Rúnar Birgisson

Íslandsmeistari í höggleik 17-18 ára
Hlynur Bergsson

Stigameistarar:
Sigurður Arnar
Hlynur Bergs 17-18 ára
Hulda Clara 14 ára og yngri

Við þökkum kærlega fyrir tímabilið sem er að líða. Minnum á að vetraræfingar hefjast 7. nóvember og bendum á að skráningu og upplýsingar er að finna hér.

Bestu kveðjur,

Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG