Nú er komið að fyrsta golfhermamóti GKG 2017, N1 golhermamótinu sem haldið er laugardaginn 18. febrúar 2017 í Íþróttamiðstöð GKG 

Helstu upplýsingar:

  • Leiknar verða 9 holur, þ.e. holur 10-18 á Pebble Beach, þrír í holli.
  • Leiktími er hámark 1 klst og 20 mínútur. Ef ekki næst að klára 9 holur á þeim tíma, þá gildir punktafjöldinn þegar leikur er stöðvaður.
  • Karlar leika á “amateur” teigum (3058 m), konur á fremstu teigum “ladies” (2489 m)
  • Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með grunnforgjöf leikmanns, hámark 36/2.
  • Hægt er að velja um (meðan pláss leyfir) um eftirfarandi rástíma: Kl. 9:00; kl. 10:30; kl. 12:00; kl. 13:30 og 15:00.
  • Mótinu lýkur því kl. 16:30 og verður verðlaunaafhending í kjölfarið.
  • Mótsgjald er kr. 3.500. Innifalið í verði er golfið og veitingar hjá Vigni vert (val um ostborgari og franskar eða beikon og egg)
  • Hámarks fjöldi þátttakenda er 60 keppendur (fyrstir koma fyrstir fá og miðast það við greiðslu þátttökugjaldsins).
  • Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni með forgjöf.
    • 1. sæti: Kennsla í Trackman 30 mín m. PGA kennara og glaðningur frá N1
    • 2. sæti: 2×30 mín í Trackman golfhermi og glaðningur frá N1
    • 3. sæti: 1×30 mín í Trackman golfhermi og glaðningur frá N1
    • Ef tveir eða fleiri eru jafnir í verðlaunasæti er varpað hlutkesti.

Skráning fer fram með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan og greiðslu þátttökugjaldsins á reikning GKG sem er 318-26-176, 650394-2089. Nánari upplýsingar eru hjá verslunarstjóra GKG, Sindra Snæ Skarphéðinssyni, sindri@gkg.is eða í golfverslun GKG í síma 5657373.