Eins og kunnugt er sigraði Birgir Leifur Hafþórsson á sínu fyrsta atvinnumannamóti s.l. helgi í Frakklandi, með miklum glæsibrag.

Af þessu tilefni bjóða GKG, Forskot afrekssjóður kylfinga og Golfsamband Íslands til móttöku honum til heiðurs hér í Íþróttamiðstöð GKG kl. 20 í kvöld. 

Allir eru hjartanlega velkomnir á þennan viðburð til að samfagna honum með þennan merka áfanga. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Stjórn GKG