Birgir Leifur er við keppni á Porsche European Open mótinu en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Fyrsta hringinn lék hann á 72 höggum og var jafn í 63. sæti. Í dag lék hann hinsvegar á 70 höggum (-2) og er sem stendur jafn í 40. sæti, en nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Það sem mestu máli skiptir er að hann er öruggur í gegnum niðurskurðinn og leikur um helgina.
Mótið er feiknasterkt og leiðir bandaríska Ryder Cup stjarnan og ríkjandi Masters meistari Patrick Reed mótið á 8 höggum undir pari.
Hér er hægt að fylgjast með mótinu.
Áfram Biggi!