Hulda Clara Gestsdóttir og Ingvar Andri Magnússon, afrekskylfingar í GKG, hafa verið valin til að taka þátt í Ólympíuleikum ungmenna fyrir Íslands hönd. Jussi Pitkanen landsliðsþjálfari tilkynnti valið fyrir skemmstu.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir kylfingar taka þátt í þessum mikla viðburði, innilega til hamingju Hulda og Ingvar!
Mótið fer fram í Buones Aires í Argentínu 6.-18. október. Heimasíðu mótsins er að finna hér.
