Daginn er heldur betur tekið að lengja, sem þýðir að það styttist í golfsumarið og öll flottu GKG mótin. Það fyllir ekki hver sem er í skarð Jóns K. Baldurssonar fráfarandi mótastjóra GKG en ef einhver getur það þá er það klárlega hinn glaðlegi og orkumikli Siglfirðingur Björn Steinar Stefánsson. Bjössi, sem hefur verið ein af aðal sprautunum í sjálfboðastarfi GKG árum saman, er nú kominn í stjórn GKG og er nýr mótastjóri félagsins. Til hamingju með það GKG félagar! Bjössi er 55 ára Kópavogsbúi með 9 í forgjöf og hans helstu einkunnarorð eru “ansi notalegt” hvort heldur sem er eftir leik á Leirdalnum í sól og 20 stiga hita eða 10 km hlaup í norðangaddi og 11 stiga frosti!

Hvað dró þig að golfinu og hvenær? Ég var plataður í þetta á Siglufirði með nokkrum vinnufélögum og eftir að ég fluttist í 200 Kóp árið1991 þá hellti ég mér í golfið.

Hvers vegna valdirðu GKG? GKG er í næsta nágrenni við heimilið, það var aðallega þess vegna og ég hef verið í klúbbnum síðan 1998.

Mýrin eða Leirdalur? Báðir.

Stóðu vellirnir undir væntingum þínum sólarsumarið 2019? Já, heldur betur.

Hvert er drauma GKG hollið þitt og hvaða utanfélagsmaður fengi að vera með í hollinu? Birgir Leifur, Úlfar Jónsson og Tiger Woods.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur lent í á golfferlinum?  Þegar konan mín hún Hulda byrjaði í golfinu með mér fyrir nokkrum árum.

En það vandræðalegasta ? Þegar ég keyrði Huldu út úr golfbílnum á Spáni, alveg óvart 🙂

Tekur þú þátt í GKG mótunum og ef svo er hvert er uppáhaldsmótið þitt? Já ég geri það reglulega, Hjóna og para og Minningamótið eru mín uppáhalds.

Texas Scramble eða Betri Bolta? Texas Sctamble.

Uppáhalds holan þín á Leirdalnum? Hola 10, eftir að hafa fengið örn á hana þá hefur hún verið í uppáhaldi.

Uppáhalds holan þín á Mýrinni? Hola 6, hún er krefjandi.

Hver er uppáhaldsvöllurinn fyrir utan GKG? GKS.

Notar þú golfhermana og ef svo er hver er upplifunin? Mætti vera meira, þetta er ansi skemmtilegt.

Hver er uppáhalds kylfan? 6 járnið.

Áttu þér fyrirmynd í golfinu? Margar.

Hvernig nestar þú þig út á golfvöll? Með sódavatni ( Mexico lime ) flatbrauði með hangikjöti og orkustykki.

Hvað er lang, lang best við GKG? Félagsandinn, stemningin, og þar er skemmtilegasta fólkið.