Heil og sæl.
Gríðarlega mikilvægt er að hafa allt hreint hjá okkur og höfum við því aukið við allt hreinlæti og sóttvarnir hjá okkur.
Við sótthreinsum allt snertifleti hjá afgreiðsluborðum og posa, hjá hermunum, alla hurðahúna, öll tí sem notuð eru í hermunun. Með þessu ætlum við að reyna allt til þess að koma í veg fyrir smit á æfingasvæðum okkar.
Svo allt gangi sem best óskum við eftir samstarfi og skilningi þínum á mikilvægi þessara aðgerða og þinni hjálp við að halda hreinu með eftirfarandi hætti:
- Spreybrúsar með sótthreinsandi efni eru við herma 1-4 (innra herbergi) og við herma 5-9 (fremra svæði við púttflöt).
- Spreybrúsar með sótthreinsandi efni eru við hermana í Kórnum.
- Hámark 2 iðkendur per herma nr. 5-9 og hámark 3 iðkendur á hermum nr. 1-4 (innra herbergi)
- Notendur hermana hreinsa sjálfir vel snertifleti eftir hverja notkun, þ.e. skjái, borð og stóla. Við höfum fækkað stólum þannig að aðeins er einn stóll við hvern hermi nr. 1-4 og engir við herma 5-9. Bannað er að hreyfa til stóla eða sækja fleiri.
Íþróttamiðstöð GKG verður áfram opin eins og venjulega, sjá hér. Kórinn er lokaður almenningi meðan samkomubann er í gildi. Undantekningar eru vegna skipulagðra námskeiða með kennara en þá opnar kennari eða húsvörður fyrir iðkendum.
- Við minnum á mikilvægi handþvottar til að forðast smit. Hreinlætisaðstaða er inni í búningsherbergjum á neðri hæðinni hjá æfingasvæðinni.
- Munið að þvo hendur vel með sápu fyrir og eftir leik.
- Haldið 2 metra bili milli iðkenda.
- Ekki skiptast á golfkylfum.
- Ekki skiptast á tíum.
- Handspritt er á mörgum stöðum í húsinu en virka ekki jafn vel og handþvotturinn.
Eins og Víðir segir: Njótum lífsins og höldum áfram að vera til – en förum varlega.
Með bestu kveðjum
Starfsfólk GKG