Vinkvennamót GKG og GR fór fram dagana 21. ágúst í Korpu og 25. ágúst í Leirdalnum. Þátttakan var frábær 115 konur mættu til leiks í Korpu og 97 konur mættu í Leirdalinn í algjörlega frábæru veðri báða dagana.
Mótið er punktakeppni með hámarksforgjöf 36 þar sem veitt eru verðlaun fyrir 1. – 3 sæti á punktum samanlagt og fyrir flesta punkta á hvorum velli, einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik samanlagt.
GKG konur sigruðu með 760 punkta samtals, hjá 10 efstu konum hvorn dag
- Á Korpu 376 punktar og á Leirdal 384 punktar
GR konur voru með 726 punkta samtals, hjá 10 efstu konum hvorn dag
- Á Korpu 355 punktar og á Leirdal 371 punktur
Vinningssætin eru þessi í samanlögðum punktafjölda:
- Berglind Jónasdóttir GKG, 83 punktar – Glæsilegir Ecco golfskór
- Sigridur Olafsdottir GKG, 75 punktar – 15.000 kr. gjafabréf í Golfskálann
- Jakobína H. Guðmundsdóttir GR, 73 punktar – 10.000 kr. gjafabréf í Golfskálann
Besta skor í höggleik samanlagt:
Anna Karen Hauksdóttir GR, með 183 högg (80 punktar) – Ecco golfskór
Flestir punktar á GR-velli:
Helga Þórdís Guðmundsdóttir GKG, með 42 punkta – Hringur á GR velli fyrir 2 ásamt gjafabréfi í Klúbbhús Korpu eða Grafarholti.
(Berglind Stefanía með 44 punkta en hún er í 1.sæti í samanlögðu)
Flestir punktar á GKG-velli:
Sóley Gyða Jörundsdóttir GKG, með 40 punkta – Hringur á Leirdalinn fyrir 2 ásamt gjafabréfi á Mulligan í boði Vignis okkar verts.
Og að lokum, vegna Covid 19 þá var ákveðið að hafa nokkur önnur verðlaunasæti í stað nándarverðlauna og skorkortaúrdráttar
- sæti: Guðrún Eiríksdóttir GR – Freyðivín og golfboltar
- sæti: Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir GKG – Freyðivín og golfboltar
- sæti: Fjóla Rós Magnúsdóttir GKG – Freyðivín og golfboltar
- sæti: Erla Bryndís Sch Halldórsdóttir GR – Freyðivín og golfboltar
- sæti: Brynja Traustadóttir GKG – Freyðivín og golfbolta
- neðsta: Sigrún Halldórsdóttir GR (64.sæti) – Freyðivín og golfboltar
- neðsta: Guðmunda M. Þorleifsdóttir GR (69.sæti) – Freyðivín og golfboltar
- neðsta: Björg Kofoed-Hansen GR (74.sæti) – Freyðivín og golfboltar
Vinningar til GKG kvenna verða afhentir á skrifstofu GKG frá og með 1. september
Við í kvennanefndum klúbbanna tveggja þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir samveruna og skemmtilegt golf. Verðlaunahöfum óskum við innilega til hamingju.
Sjáumst hressar næsta sumar í vinkvennamóti og vonandi verðum við búnar að mastera Golfboxið enn betur og ekkert Cocvid að trufla framkvæmdina.
Einnig þökkum við þeim styrktaraðilum kærlega fyrir sem lögðu okkur lið.
Ást og friður
Kvennanefnd GKG
Kvennanefnd GR