Það var 18 ára stoltur Kópavogsbúi sem hlaut Háttvísisbikar GKG í ár, bikar sem er afhentur þeim unga kylfingi sem sýnt hefur góða frammistöðu utan vallar sem innan, og verið öðrum kylfingum til fyrirmyndar hvað varðar dugnað og háttvísi. Háttvísis kylfingur ársins tikkaði heldur betur í öll þessi box en orðin sem féllu um hann við verðlaunaafhendinguna voru þau að hann hefði sýnt góða ástundun og metnað til að bæta sitt golf, og er nú kominn í 2,6 í forgjöf. Hann var í sigursveit GKG U18 pilta sem sigraði í Íslandsmóti golfklúbba í sumar og hann hefur margoft sýnt að hann er frábær liðsmaður og félagi, öflugur leiðtogi og góð fyrirmynd.

Við kynnum með miklu stolti GKG-ing desembermánaðar, Jón Þór Jóhannsson!

Hvað dró Jón Þór að golfinu og hvenær?

Það voru aðallega vinirnir sem að drógu mig út í golf þegar ég var sirka 10 ára. Ég var svo heppinn að systir pabba átti lítið golfsett fyrir mig til að nota.

Hvers vegna valdirðu GKG?

Ég byrjaði uppi í Oddi og var þar í kannski 2 ár. Ég fór yfir í GKG þegar ég flutti og bjó eiginlega við hliðina á golfvellinum, tók þá bara 5-7 mínútur sirka að labba út í skála. Ég byrjaði í GKG árið 2014 og var ég mjög heppinn með félagsskap á mínum aldri þar sem mikil samkeppni á sér stað og flottir strákar.

Mýrin eða Leirdalur?

Ég myndi alltaf velja Leirdalinn þar sem hann er 18 holur og skemmtilegur. Hann stendur alltaf upp úr miðað við aðra golfvelli á Íslandi að mínu mati.

Stóðu vellirnir undir væntingum þínum golfsumarið 2021?

Ég verð að segja að vellirnir stóðu vel undir væntingum mínum í ár. Gróður og gras var upp á sitt besta en sólin hefði kannski getað látið sjá sig aðeins meira þetta sumar.

Hvað stendur upp úr hjá þér eftir síðasta golfsumar?

Það sem stendur upp úr hjá mér síðasta sumar eru nokkrir hlutir. Í fyrsta lagi er það sá árangur sem ég náði, þannig vann ég með flottu liði Íslandsmeistaratitil í sveitakeppni 18 ára og yngri uppi á Skaga, ég og pabbi tókum Niðjamótsbikarinn þetta ár og þurfum við heldur betur að verja bikarinn næsta ár og síðast en ekki síst var mér veittur Háttvísisbikar GKG sem að eru bestu verðlaun sem ég hef nokkurn tímann fengið og er mjög þakklátur fyrir það.

Annar hlutur sem að stóð upp úr síðasta sumar var auðvitað íslandsmótið í golfi á Akureyri sem var eitt skemmtilegasta mót sem ég hef tekið þátt í.

Hvert er drauma GKG hollið þitt og hvaða utanfélagsmaður fengi að vera með í hollinu?

Mitt drauma GKG holl væri pabbi, Dagur Fannar og Ólafur Arnarson. Við myndum alltaf henda í góða keppni og ef að pabbi væri ekki að standa sig myndi ég fá Tiger Woods sem er utanfélagsmaður í létta skiptingu inn fyrir pabba í keppnina.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur lent í á golfferlinum?

Skemmtilegasta er örugglega að taka Niðjamótsbikarinn með pabba í ár. Hann er ekki alltaf skarpasti hnífurinn í skúffunni þegar það kemur að golfi, en þarna stóð hann sig eins og hetja.

En það vandræðalegasta?

Það vandræðalegasta í golfi er alltaf það sama, og það er að hlaupa til baka þegar ég finn ekki kúluna eftir fyrsta högg.

Tekur þú þátt í GKG mótunum og ef svo er hvert er uppáhalds mótið þitt?

Ég reyni að taka þátt í öllum GKG mótum en það er alltaf eitt sem stendur uppúr. Mótið sem stendur upp úr sem mitt uppáhalds er alltaf Meistaramótið. Það er ekkert skemmtilegra en að spila í Meistaramóti GKG í góðu veðri.

Hvert er uppáhalds leikformið þitt?

Liðakeppni þar sem holukeppni er spiluð.

Hver eru bestu og verstu golfkaupin sem þú hefur gert í gegnum golftíðina?

Mín bestu kaup er pútterinn minn sem er Scotty Cameron og setur hann lang flest högg ofan í. Mín verstu kaup voru í ár þegar ég fór upp í proshop og keypti glænýja pro V1 og týndi þeim svo öllum þremur á fyrsta hring ársins.

Uppáhalds holan þín á Leirdalnum?

Mín uppáhalds hola er og hefur alltaf verið 13. hola. Ég veit ekki afhverju en það hefur alltaf bara verið eitthvað við hana.

Uppáhalds holan þín á Mýrinni?

Mín allra uppáhalds á Mýrinni er 9. hola. Mér finnst hún skemmtileg þar sem við sláum í beina átt að skálanum og þar sem þetta er síðasta holan.

Hver er uppáhaldsvöllurinn fyrir utan GKG?

Ef ég ætti að velja þá myndi ég velja Korpuna eða Keili. Þessir tveir vellir eru alltaf í góðu standi og er þess vegna mjög skemmtilegt að spila þá í góðum félagsskap.

Notar þú golfhermana og ef svo er hver er upplifunin?

Ég nota alltaf golfhermana á æfingum og síðan líka bara til þess að leika mér að spila. Golfhermarnir eru góðir þegar þú vilt líta á tölur í þinni sveiflu og sjá hvað þarf að bæta. Síðan má ekki gleyma því hversu skemmtilegt það er bara að spila golfvelli í hermi sem við náum ekkert endilega að spila á okkar líftíma.

Hver er uppáhaldskylfan og í hvaða aðstæðum notarðu hana helst?

Mín uppáhalds kylfa eru 60 gráðurnar mínar þar sem það er auðvelt að lobba með henni og koma góðu höggi inn á grín. Ég nota 60 gráðurnar alltaf í bunker en ég reyni samt alltaf að halda mér sem minnst þar.

Áttu þér fyrirmynd í golfinu?

Ég á mér enga sérstaka fyrirmynd í golfi en finnst lang skemmtilegast að fylgjast með Justin Thomas og Tiger.

Uppáhaldsnestið í golfpokanum?

Birdie möndlur. Við strákarnir köllum karamellumöndlur Birdie möndlur þar sem þær eru verðlaun fyrir góðan fugl á hring.

Hvað er lang, lang best við GKG?

Fólkið. Þá er ég að tala um æfingahópinn, þjálfara, stjórnina, vallareftirlitið og alla sem velja GKG sem sinn