Nettómótið – sem er hluti af unglingamótaröðinni og telur á stigalista GSÍ fer fram á Leirdalsvelli dagana 9.-11. júní 2022.
Flestir af bestu og efnilegustu ungu kylfingum landsins taka þátt og útlit er fyrir spennandi keppni í blíðskaparveðri þar sem Leirdalsvöllurinn skartar sínu fegursta.
Metþátttaka er í mótinu en 156 keppendur í flokkum drengja og stúlkna 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-21 árs.
Hægt er að fylgjast með stöðunni hér.
Leikfyrirkomulag
Höggleikur, 18 holur á dag. Í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs eru leiknar 54 holur en 36 holur í öðrum flokkum. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.
Þeir kylfingar sem leika 54 holur (17 til 21 árs) keppa um Nettóbikarinn sem veittur er fyrir lægsta skor pilta og stúlkna.
Áskorendamót á Mýrinni
Einnig fer fram á Mýrinni 10. júní Áskorendamótaröðin fyrir reynsluminni kylfinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisþátttöku. Sömuleiðis er metþátttaka en 87 ungir kylfingar eru skráð til leiks.
Hægt er að skoða fyrirkomulag Áskorendamótanna hér.