Nú er Meistaramótið um það bil að hefjast og viljum við hvetja félagsmenn til að hita upp á markvissan hátt til að vera klár í slaginn þegar mætt er á teig.

Trackman hermarnir hjá okkur eru frábær leið til að taka 20 mínútna upphitun þar sem þú getur æft höggin sem þú munt glíma við á vellinum. Þar sem Leirdalsvöllurinn er í Trackman golfvallaflórunni þá er hægt að fara í æfingakerfið og slá högg á vellinum, t.d. innáhöggið á 2. holu, 9. holu eða teighöggið á 1. braut. Í raun getur þú staðsett þig hvar sem er og slegið eins oft og þú vilt.

Skoðaðu leiðbeiningarnar á myndinni, sem einnig eru staðsettar við hvern hermi og mættu tímanlega til að hita upp á markvissan og árangursíkan hátt. 

Svo er mikilvægt að liðka líkamann vel áður byrjað er að sveifla, sjáðu hvernig Spánverjinn Miguel Angel Jimenes gerir þetta 🙂