Karlasveit GKG er Íslandsmeistari golfklúbba 2022 í 1. deild karla. Úrslitin réðust á Hlíðavelli um helgina þar sem að GKG og GR léku til úrslita. GM varð í þriðja sæti og GA í fjórða sæti.
Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitli golfklúbba árið 1961 og er mótið í ár það 62. í röðinni.
Þetta er í 8. sinn sem GKG vinnur Íslandsmót golfklúbba í 1. deild en GKG hefur á síðustu sex árum unnið titilinn fjórum sinnum.
GKG sigraði GR 3-2 í úrslitaleiknum í dag þar sem að úrslitin réðust í lokaviðureigninni.
Á myndinni, frá vinstri: Sigurður Arnar Garðarsson, Kristófer Orri Þórðarson, Hjalti Hlíðberg Jónasson, Guðjón Frans Halldórsson, Breki Gunnarsson Arndal, Aron Snær Júlíusson, Andrés Jón Davíðsson liðsstjóri, Arnar Már Ólafsson þjálfari, Ragnar Már Garðarsson, Hlynur Bergsson. Á myndina vantar Gunnlaug Árna Sveinsson en Björn Breki hljóp í skarðið í myndatökunni.
Nánari upplýsingar og öll úrslit í 1. deild karla má sjá með því að smella hér.
Til hamingju með sigurinn strákar!
Kvennasveit GKG í þriðja sæti
GM er Íslandsmeistari golfklúbba 2022 í 1. deild kvenna. Þetta er í fjórða sinn sem GM fagnar þessum titli. GR, varð í öðru sæti, GKG hafnaði í því þriðja eftir úrslitaleik við GK sem varð í fjórða sæti.
Leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ hjá GM og Korpúlfsstaðavelli hjá GR og réðust úrslitin á Hlíðavelli.
Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil golfklúbba árið 1982 og er mótið í ár það 41. í röðinni.
GM sigraði GR í úrslitaleiknum 3,5 – 1,5 og eru úrslitin úr leikjunum hér fyrir neðan. GKG sigraði GK 3-2.
Á myndinni frá vinstri eru: Magnús Birgisson liðsstjóri, Karen Lind Stefánsdóttir, Ástrós Arnarsdóttir, Saga Traustadóttir, Katrín Hörn Daníelsdóttir, María Björk Pálsdóttir, Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir, Anna Júlía Ólafsdóttir. Á myndina vantar Elísabetu Ólafsdóttur.
Hægt er að sjá nánari upplýsingar og úrslit leikja í 1. deild kvenna hér.
Þetta er glæsilegur árangur hjá stelpunum okkar, sem voru nálægt því að komast í úrslitaleikinn. Innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn GM!