Landsmótið í golfhermum hófst um miðjan janúar og hafa tvær undankeppni farið fram. Úrslitin ráðast þann 2. apríl og er ljóst hvaða kylfingar leika til úrslita. Úrslitin fara fram í Íþróttamiðstöð GKG.
Í úrslitunum þann 2. apríl verða leiknar 36 holur eða tveir 18 holu hringir. Keppendur taka ekki með sér árangur úr undankeppninni.
Fyrri umferðin hefst kl. 11:30 og seinni umferðin kl. 15. Bein útsending hefst kl. 15 á Stöð 2 sport í opinni dagskrá og verður sýnt allt til loka leiks.
Þetta er í annað sinn sem Landsmót í golfhermum fer fram en Gunnlaugur Árni Sveinsson og Saga Traustadóttir, bæði úr GKG, sigruðu í fyrra þegar mótið fór fram í fyrsta sinn.
GKG er framkvæmdaraðili mótsins í samstarfi við GSÍ.
Í ár er leikið á Grafarholtsvelli en í fyrra var leikið á Leirdalsvelli.
Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum flokki auk þess sem sigurvegarar fá farandbikar.
- sæti: 100.000 kr.
- sæti: 50.000 kr.
- sæti: 30.000 kr.
Keppendur náðu mjög góðu skori í undankeppninni og voru nálægt því að rjúfa 60 högga múrinn.
Vallarstillingar úrslitakeppninnar verða þannig að nokkur vindur verður og brautir mjúkar, þannig að aðstæður verða öllu erfiðari en í undankeppnunum. Líkt og áður þá pútta leikmenn þegar boltinn er meira en 2.4 metra frá holu.
Landsmót í golfhermum – staðan eftir seinni undankeppnina og þau sem leika til úrslita.
Kvennaflokkur:
1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 67 högg (-4)
2.-3. Saga Traustadóttir, GKG 69 högg (-2)
2.-3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 69 högg (-4)
4.-6. Sara Kristinsdóttir, GM 72 högg (par)
4.-6. Hrafnhildur Guðjónsdóttir, GO 72 högg (par)
4.-6. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 72 högg (par)
7. Berglind Erla Baldursdóttir, GM 73 högg (+2)
8. Elsa Maren Steinarsdóttir, GL 75 högg (+4)
Karlaflokkur:
1. Sigurður Arnar Garðarsson,GKG 60 högg (-11)
2. Aron Snær Júlíusson, GKG 63 högg (-8)
3. Guðjón Frans Halldórsson, GKG 66 högg (-5)
4. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 67 högg (-4)
5.-8. Aron Skúli Ingason, GM 68 högg (-3)
5.-8. Ingi Rúnar Gíslason, GM 68 högg (-3)
5.-8. Sveinn K. Ögmundsson, GKG 68 högg (-3)
5.-8. Viktor Ingi Einarsson, GR 68 högg (-3)
Feðgar berjast
Það er gaman af því að feðgar mætast í úrslitum, þeir Gunnlaugur Árni og pabbi hans Sveinn Kristinn og Aron Skúli ásamt gamla refnum Inga Rúnari Gíslasyni.
Skortafla fyrir úrslitakeppni kvenna er hér
Skortafla fyrir úrslitakeppni karla er hér
Mótsstjórn: Úlfar Jónsson, Sigmundur Einar Másson, Brynjar Geirsson.