Við bjóðum félagsfólki GKG vildarkjör á Golfhermum GKG í sumar. Um að gera að nýta sér hermana til upphitunar, æfinga og spils í sumar.
Pakkarnir þrír:
Sumarkort
Gildir til 30. september
Gildir fyrir einn aðila, einu sinni á dag í ótakmarkaðan tíma. .
Kr. 15.000
Sumar klippikort
Gildir til 30. september
12 x 20 mínútur (tvö skipti frí)
Kr. 6.000
Stakur aðgangur
Gildir til 30. september
20 mínútur
kr. 600
Það eru margir kostir við hita upp fyrir hringinn og slá nokkur högg. Þannig fáum við m.a. betri tilfinningu fyrir kylfunum þegar mætt er á 1. teig. Það er jafnvel hægt að æfa fyrsta teighöggið á Leirdalsvelli í æfingakerfi TrackMan. Sjá hér stutt myndband sem sýnir þennan möguleika.
Starfsfólkið okkar í Golfverslun GKG tekur vel á móti ykkur, leiðbeinir og stillir fyrir ykkur þá uppsetningu sem þið kjósið.