Opnunarmót GKG í boði Bola verður haldið 27. maí. Mótið er punktamót og er hámarksforgjöf 36 hjá körlum og 36 hjá konum. Keppt er í karla- og kvennaflokki. Glæsileg verðlaun eru fyrir 3 efstu sætin í báðum flokkum og eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum. 

Opnunarmótið er innanfélagsmót, aðeins fyrir GKG meðlimi.

 „Iss ég para bara næstu“ verðlaunin eru eins og áður í opnunarmótinu. Þau eru veitt til heiðurs fyrrum framkvæmdastjóra GKG, Ólafi E Ólafssyni en hann varð bráðkvaddur þann 17. maí 2012 eftir að hafa klárað 15. Holuna. Heiti verðlaunanna eru tilvísun í síðustu orð Ólafs. Þeir aðilar sem fá skolla eða meira á 15. holu og para þá 16. fara í pott sem dregið verður úr.

Verðlaun eru glæsileg í ár að vanda og þökkum við Ölgerðinni fyrir veittan stuðning. Verðlaun eru veitt í karla- og kvennaflokki.

Punktakeppni með forgjöf.

Verðlaunalisti verður birtur á næstu dögum.

Höggleikur án forgjafar (veitt eru verðlaun fyrir besta skor í karla- og kvennaflokki)

Nándarverðlaun veitt á öllum par 3 holum vallarins.

Til að vinna til verðlauna í punktakeppninni þurfa þátttakendur að vera með löglega forgjöf, þ.e. a.m.k. átta skráða hringi á síðastliðnum tveimur árum. 

Ef aðilar verða jafnir, þá gilda seinni 9, þá síðustu 6, þá síðustu þá síðustu 3 og þá lokaholan. Ef ennþá er jafnt, þá skal varpa hlutkesti.

Skráning á golf.is