Meistaramót GKG í Meistaraflokkum er nú hálfnað og ungu kylfingarnir eru heldur betur að koma sterk inn og velgja þeim “gömlu” undir uggum.
Arnar Daði Svavarsson, sem verður 14 ára á sunnudaginn leiðir í Meistaraflokki karla eftir tvo frábæra hringi á 70 og 71 höggi, einu höggi undir pari. Á hælum hans koma atvinnumennirnir Aron Snær Júlíusson og bræðurnir Ragnar Már og Sigurður Arnar Garðarssynir.
Í meistaraflokki kvenna er Elísabet Sunna Scheving, aðeins 16 ára, með forystuna eftir 78 og 81 högg. Sex höggum á eftir er Katrín Hörn Daníelsdóttir og í þriðja sæti er Embla Hrönn Hallsdóttir sem er aðeins 14 ára. Elísabet sigraði fyrr í vikunni í flokki 15-16 ára stúlkna þannig að hún heldur áfram að spila hörkuvel.
Í meistaraflokki karla eru 26 keppendur þar sem meðalaldurinn er 28 ár. Þrír keppendur eru á 14. ári og sá elsti er að detta í 55 ár.
Lægsta forgjöfin hjá körlunum er +4,8 og meðalforgjöfin 1,6.
Í meistaraflokki kvenna eru 10 keppendur þar sem meðalaldurinn er 20 ár. Tvær eru á 14. ári og sú elsta er tæplega 47 ára.
Lægsta forgjöfin hjá konunum 1,9 og meðalforgjöfin 6.
Í fyrsta sinn verður gripið til niðurskurðar eftir 3 hringi, en 13% af keppendafjölda í 2. flokki og upp í meistaraflokka. Þriðji hringurinn er því sannkallaður “moving day” þar komast ekki áfram eftir daginn í dag. Hægt er að fylgjast með mótinu holu fyrir holu og sjá hverjir eru að koma sér í stöðu til að vinna til verðlauna og hins vegar hverjir eru að berjast við að koma sér í gegnum niðurskurðinn
Smelltu hér til að sjá stöðuna í öllum flokkum.
Við hvetjum alla til að koma upp á völl í veðurblíðunni og horfa á kylfingana okkar koma upp 18. holuna eða fara út á völl.
Búast má við því að flokkarnir séu að koma upp 18. holuna á eftirfarandi tímum:
1.fl.ka 12:00 13:50
1.fl.kv 14:00 14:20
2.fl.ka 14:30 17:30
2.fl.kv 17:40 18:20
Mfl.ka 18:30 19:50
Mfl.kv 20:00 20:30
3 fl k 20:40 22:20