Sex af okkar allra fremstu afrekskylfingum í GKG luku í dag þriðja mótinu í röð sem haldin voru á Sand Valley vellinum í Póllandi. Mótin eru hluti af Nordic Golf League atvinnumannamótaröðinni sem er í þriðja styrkleikflokki mótaraða í Evrópu.

Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson, Bjarki Pétursson, Hlynur Bergsson, Kristófer Orri Þórðarson og Ragnar Garðarsson allir úr GKG kepptu í mótunum og einnig Kristófer Karl Karlsson úr GM.

Sigurður Arnar var hársbreidd frá sigri í dag en hann tapaði í bráðabana um sigurinn og deilir því öðru sæti. Frábær árangur hjá Sigurði þó hann hefði án efa viljað taka bikarinn! 

Sigurður varð í 32. sæti í öðru mótinu og  hafnaði í 34. sæti í fyrsta mótinu.

Bjarki hafnaði í 6. sæti í þriðja mótinu, 7. sæti í öðru mótinu og var í 16. sæti í fyrsta mótinu.

Aron Snær hafnaði í 10. sæti í þriðja mótinu, 28. sæti í öðru mótinu og endaði í 3. sæti í fyrsta mótinu.

Hlynur Bergsson hafnaði í 24. sæti í þriðja mótinu, komst ekki í gegnum niðurskurð í öðru mótinu og endaði í 29. sæti í fyrsta mótinu.

Kristófer Orri og Ragnar Már komust ekki í gegnum niðurskurðinn á mótunum.

Hér má sjá úrslitin í þriðja móti Sand Valley Championship

Hér má sjá úrslitin í öðru móti Sand Valley Championship

Hér má sjá úrslitin í fyrsta móti Sand Valley Championship

Það er frábært sjá okkar afrekskylfinga elta drauminn að komast inn á stærstu atvinnumótaraðirnar og gaman að fylgjast með þeim. Árangurinn hjá þeim í þessari mótaseríunni er mikill lærdómur og sýnir hvað er stutt í toppinn.

Til hamingju með glæsilegan árangur!

Forsíðumynd, frá vinstri: Aron, Bjarki, Hlynur, Kristófer, Ragnar, Sigurður.