Opnunarmót okkar GKG-inga var haldið með með glæsibrag í fínasta vorveðri í dag. Mótið markaði einnig opnun Leirdalsvallar og um leið upphaf golfvertíðarinnar.
Það er alltaf stemning hjá okkur þegar fyrsta innanfélagsmótið er haldið. Fyrir utan það að hitta allt félagsfólkið þá er opnunarmótið spennandi af því leiti að kylfingar eru að spreyta sig í fyrsta sinn eftir veturinn. Full skráning var í mótið en alls tóku 176 þátt, 53 konur og 123 karlar. Óhætt er að segja að Leirdalsvöllurinn komi afar vel undan vetri og við eigum von á framundan.
Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:
Punktakeppni með forgjöf kvennaflokkur
- sæti: Unnur Líndal Karlsdóttir 42 punktar
- sæti: Áslaug Sigurðardóttir 37 punktar
- sæti Una Karen Guðmundsdóttir 37 punktar
Punktakeppni með forgjöf karlaflokkur
- sæti Grétar Rúnar Skúlason 46 punktar
- sæti Snorri Einarsson 40 punktar
- sæti Gunnar Þór Heimisson 38 punktar
Verðlaun í punktakeppni:
- sæti: Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt á Íslandshóteli að eigin vali. 20.000,-kr bensínkort hjá Olís. Glaðningur frá Ölgerðinni
- sæti: Gjafabréf í Skylagoon, hringur fyrir tvo á Kiðjabergi. 10.000,-kr bensínkort hjá Olís. Sumarkort í Golfherma GKG. Glaðningur frá Ölgerðinni.
- sæti: Gjafabréf í Skylagoon, 10.000,-kr bensínkort hjá Olís. Sumarkort í Golfherma GKG. Glaðningur frá Ölgerðinni.
Veitt eru verðlaun fyrir besta skor í höggleik án forgjafar.
FJ peysa og bolur og 20.000 kr. gjafabréf frá Olís.
Höggleikur án forgjafar karla
- sæti Aron Snær Júlíusson 67 högg
Höggleikur án forgjafar kvenna
- sæti Una Karen Guðmundsdóttir 80 högg
Nándarverðlaun öllum par 3 holum vallarins
Í verðlaun var Glaðningur frá Ölgerðinni og auk þess á 13. og 17. braut Sumarkort í golfherma GKG.
2 hola – Friðbjörn Steinsson 240 sm
4. hola – Guðjón Frans Halldórsson 243 sm
9. hola – Edda J. Jónasdóttir 62 sm
11. hola – Gunnar Þór Heimisson 170 sm
13. hola – Ásta Birna Benjamínsson, 74 sm
17. hola – Heiða Hauksdóttir gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi! Auk ofangreindra vinninga fær hún freyðivínsflösku.
„Iss ég para bara næstu“ verðlaunin eru eins og áður í opnunarmótinu. Þau eru veitt til heiðurs fyrrum framkvæmdastjóra GKG, Ólafi E Ólafssyni en hann varð bráðkvaddur þann 17. maí 2012 eftir að hafa klárað 15. brautina. Heiti verðlaunanna eru tilvísun í síðustu orð Ólafs.
Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt á Íslandshóteli að eigin vali., 10.000,-kr gjafabréf í Olís ásamt glaðningi frá Ölgerðinni.
Átta kylfingar fengu skolla eða verra á 15. braut og pöruðu síðan 16. brautina og fóru í pottinn þar sem Egill Aron Þórisson hreppti vinninginn.
GKG þakkar öllum keppendum, sjálfboðaliðum, vallarstarfsmönnum og öðru starfsfólki, auk Ölgerðarinnar fyrir að gera mótið jafn glæsilegt og raun bar vitni.
Ósótta vinninga er hægt að nálgast á skrifstofu GKG á opnunartíma.
Á mynd frá vinstri: Ragnheiður Stephensen formaður mótanefndar, Grétar Skúlason, Gunnar Þór Heimisson, Áslaug Sigurðardóttir, Unnur Líndal Karlsdóttir, Una Karen Guðmundsdóttir, Úlfar Jónsson mótsstjóri.