Þar sem GKG er mjög lifandi golfklúbbur með heilsárs starfsemi þá viljum við gjarnan koma upplýsingum sem best til skila til okkar félaga.
Fréttabréfið er okkar helsti miðill, sem og fésbókarsíða GKG. Mörgum leiðist hinsvegar að fá of mikið af tölvupóstum til sín og aðrir forðast facebook eins og glompurnar. Þar kemur GLFR til sögunnar.
GLFR appið er ekki einungis frábært vallarvísaforrit, heldur einnig miðlum við núna fréttum með tilkynningu (notification) frá appinu.
Þess vegna hvetjum við meðlimi til að ná í eða virkja GLFR appið hjá sér í símanum (appið er ókeypis).
Það er gert hér -> www.glfr.com/download
GLFR er eins og áður sagði gagnvirkur vallarvísir fyrir alla íslenska golfvelli og þúsundir annara í Evrópu.
GLFR er samstarfsaðili GSÍ og GolfBox svo þú getur sent inn skorkortið til forgjafarútreiknings eftir hringinn.
Þetta finnurðu m.a. í GLFR appinu:
- GPS vallarvísa á öllum íslenskum golfvöllum (og evrópskum)
- Holustaðsetningar dagsins í vallarvísinum
- Skorkort fyrir allt að fjóra spilara
- Mæling högga og tölfræði
- Fjarlægðir frá mismunandi staðsetningum
- Ráð um kylfuval
- Innskráning með GolfBox aðildarnúmeri
- Allt á íslensku
Allir golfvellir á Íslandi eru í boði í GLFR appinu, en 8 íslenskir klúbbar hafa nú þegar uppfært GLFR appið sitt fyrir félagsmenn og gesti.
Á þessum völlum geta klúbbarnir boðið öllum leikmönnum upp á ítarlegri vallarvísa, uppfærða grafík, holustaðsetningar dagsins, ástand vallarins, klúbbafréttir og margt fleira.