Á aðalfundi GKG sem haldinn var 4. desember var fjárhagsáætlun klúbbsins kynnt og árgjöld fyrir næsta ár samþykkt af félagsmönnum.
Félagsgjöldin verða eftirfarandi (aldur er miðaður við fæðingarár):
Félagsmenn 70 ára og eldri, kr. 140.800
Félagsmenn 26-69 ára, kr. 175.000
Félagsmenn 19-25 ára, kr. 92.500
Félagsmenn 77 ára og eldri í 10 ár samfleytt*, kr. 92.500
*Enda hafi félagi verið í GKG í a.m.k. 10 ár óslitið.
Nýjir félagar 26 ára og eldri, greiða kr. 45.000 í inntökugjald þegar gengið er í klúbbinn.
Félagsgjöld hafa verið lögð á og fer innheima og ráðstöfun greiðslna fram í gegnum XPS félagakerfi á meðfylgjandi slóð https://xpsclubs.is/login
Ef engar ráðstafanir eru gerðar af hálfu félagsmanna fyrir 20. janúar verða sendir þrír greiðsluseðlar fyrir árgjaldinu í banka með eindaga 3. febrúar, 3. mars og 3. apríl. Breytingagjald eftir það er kr. 1.000
Greiðsludreifing:
Áfram er boðið upp á greiðsludreifingu líkt og undanfarin ár. Hægt er að skipta greiðslum í allt að 6 skipti með kröfu í banka eða allt að 10 skipti með dreifingu á greiðslukort, greiðsludreifing ber með sér 3% þjónustugjald auk 395 kr. seðilgjald fyrir bankakröfur.
Þegar krafa birtist í heimabanka stendur Golfklúbbur Kópavogs/Garðarbæjar. Skýring: Árgjald
Hægt er að millifæra fullt árgjald inn á reikning golfklúbbsins án allra aukagjalda. Ef sú leið er valin þá skal leggja inn á reikning klúbbsins og senda kvittun á gkg@gkg.is
Kt. GKG: 650394-2089
Reikningur: 0133-26-200843
Úrsögn úr GKG
Ef ef einhverjum ástæðum er óskað eftir að segja upp aðild í GKG þá vinsamlegast sendið póst á ulfar@gkg.is og tilkynnið úrsögn. Sé það ekki gert þá gerum við ráð fyrir því að þið ætlið ykkur að vera meðlimir áfram. Samkvæmt lögum GKG þarf að segja upp aðild fyrir 31. desember.