GKG og GL á Akranesi hafa gert samkomulag á sömu nótum og gert var síðasta sumar þar sem félagar í GKG geta leikið Garðavöll án greiðslu vallargjalds sumarið 2006. Samningurinn tekur gildi frá og með 1. maí n.k. Félagsmenn GKG sem hyggjast nýta sér þessa þjónustu þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð í skála GL. Samningurinn gildir aðeins þegar GK G félagar leika golf á eigin vegum á Garðavelli en ekki ef þeir eru hluti af hóp sem nýtur sérstaks afsláttar af vallargjaldi sem heild. Það er von okkar að félagsmenn GKG nýti sér þessa þjónustu.