Erfitt getur reynst að ná því markmiði þó allt sé gert til þess að það náist þar sem ekki er hægt að grafa þegar mikið frost er í jörðu og verður því að sæta lagi þegar vel viðrar. Þó hefur verið hægt að grafa þó nokkuð í vetur og er þegar lokið að taka upp efni á 9 flötum af þeim 18 sem eru í Vífilsstaðahluta vallarins. Þegar lokið hefur verið við að taka upp efni og gera allt tilbúið mun verða farið í að leggja lagnir og tengja þau tæki sem munu sjá vellinum fyrir vatni á næstu árum. Á síðasta ári var lokið við að ganga frá og tengja sjálfvirkt vökvunarkerfi í Leirdalshlutanum í Kópavogi og hefur það kerfi verið notað í allt sumar með mjög góðum árangri. Fljótlega eftir að kerfið var tekið í notkun síðastliðið sumar tók Leirdalshlutinn við sér svo um munaði. Gríðarlegur vinnusparnaður er samfara þessum framkvæmdum auk þægindanna sem kylfingar verða varir við eða réttara sagt verða ekki varir við. Nú verður allri vökvun lokið á morgnana þegar kylfingar mæta til leiks. Þar fyrir utan er rétt vökvun lykilatriði í umhirðu og meðferð.
Vífilsstaðavöllur hefur komið mjög vel undan vetri undanfarin ár og verið með bestu völlum landsins fyrri hluta sumars undanfarin 2 ár. Þar má að miklu leiti þakka samsetningu grastegunda í flötum vallarins, en mjög lítið hlutafall af einæru grasi (Poa annua) er í flötum vallarins auk þess sem mikill raki í jarðvegi við upphaf gróðurtímans er væntanlega líka af hinu góða. Mjög ýtarlegt áburðarskipulag er í gangi á Vífilsstaðavelli og eru reglulega tekin sýni úr flötum og teigum og send erlendis til greiningar til þess að ákvarða áframhaldandi samsetningu og innihald þess áburðar sem notaður er. Allur áburður sem notaður er á flatir og teiga vallarins er sérblandaður með hliðsjón af þeim mælingum sem gerðar eru með reglulegu millibili. Þá má ætla að sú ákvörðun sem tekin var fyrir nokkrum árum síðan að loka vellinum yfir vetrarmánuðina hafi einnig skilað sér í betra ástandi að vori.
Nú í haust var hafist handa við að endurhanna 15. braut vallarins sem hefur verið mörgum kylfingnum þyrnir í augum og oft á tíðum verið ósanngjörn braut. Nú hefur flötin verið flutt að rótum brekkunnar og allt umhverfi flatar og brautar í heild sinni verið lagfært. Teigar hafa verið færðir aftur sem nemur færslu flatarinnar þannig að lengd brautarinnar breytist ekki. Þá voru hlaðnar upp tvær “pott-glompur” aftan við eða hægra megin við nýju flötina sem gerir innáhögg enn frekar krefjandi. Eftir þessar breytingar er mikið atriði að reyna að koma boltanum sem lengst til hægri eftir upphafshögg til þess að eiga betri möguleika á innáhöggi. Teighögg sem lendir vinstra megin á braut kallar á gríðarlega erfitt innáhögg. Þar þarf í fyrsta lagi að fara yfir 5 glompur sem þar eru fyrir og fá síðan boltann til að stoppa á flötinni sem hallar frá kylfingnum og að nýju “pott-glompunum”. Þá stendur til að gróðursetja mikið magna af trjám vinstra megin á brautinni og í nágrenni flatarinnar.
Samhliða þessu verkefni hefur verið unnið að stækkun 3. flatarinnar og hefur hún þegar verið dýpkuð um u.þ.b. 3 metra auk þess sem umhverfið aftan við hana hefur verið lagað til.
Mikil framför hefur verið í gróðurfari á Vífilsstaðavelli og hafa á þriðja hundrað fullvaxin tré verið gróðursett á vellinum í sumar auk þúsunda græðlinga. Eru þessi stóru tré allt upp í 10 metra aspir niður í 2 metra grenitré komin frá velunnurum klúbbsins auk þess sem GKG hefur fengið mikið af trjám frá verktökum sem vinna við byggingalönd á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil hugur er í stjórnendum GKG og eru gríðarlega umfangsmiklar framkvæmdir í gangi á Vífilsstaðavelli nú í mesta skammdeginu. Verið er að setja niður sjálfvirkt vökvunarkerfi í allar flatir og við alla teiga vallarins. Áætlaður kostnaður vegna þessara framkvæmda er tæpar 10 milljónir króna og er áætlað að öllum framkvæmdum vegna þessa verkefnis verði lokið fyrir opnun vallarins næsta vor. Erfitt getur reynst að ná því markmiði þó allt sé gert til þess að það náist þar sem ekki er hægt að grafa þegar mikið frost er í jörðu og verður því að sæta lagi þegar vel viðrar. Þó hefur verið hægt að grafa þó nokkuð í vetur og er þegar lokið að taka upp efni á 9 flötum af þeim 18 sem eru í Vífilsstaðahluta vallarins. Þegar lokið hefur verið við að taka upp efni og gera allt tilbúið mun verða farið í að leggja lagnir og tengja þau tæki sem munu sjá vellinum fyrir vatni á næstu árum. Á síðasta ári var lokið við að ganga frá og tengja sjálfvirkt vökvunarkerfi í Leirdalshlutanum í Kópavogi og hefur það kerfi verið notað í allt sumar með mjög góðum árangri. Fljótlega eftir að kerfið var tekið í notkun síðastliðið sumar tók Leirdalshlutinn við sér svo um munaði. Gríðarlegur vinnusparnaður er samfara þessum framkvæmdum auk þægindanna sem kylfingar verða varir við eða réttara sagt verða ekki varir við. Nú verður allri vökvun lokið á morgnana þegar kylfingar mæta til leiks. Þar fyrir utan er rétt vökvun lykilatriði í umhirðu og meðferð.
Vífilsstaðavöllur hefur komið mjög vel undan vetri undanfarin ár og verið með bestu völlum landsins fyrri hluta sumars undanfarin 2 ár. Þar má að miklu leiti þakka samsetningu grastegunda í flötum vallarins, en mjög l&iacut
e;tið hlutafall af einæru grasi (Poa annua) er í flötum vallarins auk þess sem mikill raki í jarðvegi við upphaf gróðurtímans er væntanlega líka af hinu góða. Mjög ýtarlegt áburðarskipulag er í gangi á Vífilsstaðavelli og eru reglulega tekin sýni úr flötum og teigum og send erlendis til greiningar til þess að ákvarða áframhaldandi samsetningu og innihald þess áburðar sem notaður er. Allur áburður sem notaður er á flatir og teiga vallarins er sérblandaður með hliðsjón af þeim mælingum sem gerðar eru með reglulegu millibili. Þá má ætla að sú ákvörðun sem tekin var fyrir nokkrum árum síðan að loka vellinum yfir vetrarmánuðina hafi einnig skilað sér í betra ástandi að vori.
Nú í haust var hafist handa við að endurhanna 15. braut vallarins sem hefur verið mörgum kylfingnum þyrnir í augum og oft á tíðum verið ósanngjörn braut. Nú hefur flötin verið flutt að rótum brekkunnar og allt umhverfi flatar og brautar í heild sinni verið lagfært. Teigar hafa verið færðir aftur sem nemur færslu flatarinnar þannig að lengd brautarinnar breytist ekki. Þá voru hlaðnar upp tvær “pott-glompur” aftan við eða hægra megin við nýju flötina sem gerir innáhögg enn frekar krefjandi. Eftir þessar breytingar er mikið atriði að reyna að koma boltanum sem lengst til hægri eftir upphafshögg til þess að eiga betri möguleika á innáhöggi. Teighögg sem lendir vinstra megin á braut kallar á gríðarlega erfitt innáhögg. Þar þarf í fyrsta lagi að fara yfir 5 glompur sem þar eru fyrir og fá síðan boltann til að stoppa á flötinni sem hallar frá kylfingnum og að nýju “pott-glompunum”. Þá stendur til að gróðursetja mikið magna af trjám vinstra megin á brautinni og í nágrenni flatarinnar.
Samhliða þessu verkefni hefur verið unnið að stækkun 3. flatarinnar og hefur hún þegar verið dýpkuð um u.þ.b. 3 metra auk þess sem umhverfið aftan við hana hefur verið lagað til.
Mikil framför hefur verið í gróðurfari á Vífilsstaðavelli og hafa á þriðja hundrað fullvaxin tré verið gróðursett á vellinum í sumar auk þúsunda græðlinga. Eru þessi stóru tré allt upp í 10 metra aspir niður í 2 metra grenitré komin frá velunnurum klúbbsins auk þess sem GKG hefur fengið mikið af trjám frá verktökum sem vinna við byggingalönd á höfuðborgarsvæðinu.