Í dag var ný heimasíða GKG tekin formlega í notkun. Það hefur lengi staðið til hjá klúbbnum að koma upp nýrri heimasíðu sem mun auðvelda alla upplýsingagjöf og auðvelda ýmsar vinnslur sem nú eru orðnar sjálfvirkar og rafrænar. Þar má helst nefna umsóknir í klúbbinn, skráningar á hin ýmsu námskeið auk skráningar á og af póstlista GKG. Inn á síðuna eru komnar allar helstu upplýsingar, en næstu daga og vikur munum við bæta við greinum og gera hana en ítarlegri. Ef skoðað er “mótaskrá” má sjá að við höfum sett inn dagsetningar fyrir öll mót sumarsins. Þá er einnig hægt að skoða dagsetningar á viðburðum með því að líta á dagatalið hægra megin á síðunni. Blámerktur dagur merkir að dagskrá er skráð á þann dag. Ef þú verður var við eitthvað sem þú vildir benda á að betur mætti fara þá endilega sendu tölvupóst á gkg@gkg.is