Félagsskírteini GKG 2006 eru komin og tilbúin til afhendingar. Skírteinin verða send í póst á miðvikudaginn og munu því berast fólki fyrir helgina.  Þeir nýliðar sem hafa ekki staðfest greiðslufyrirkomulag þurfa að gera það áður en félagsskírteinin verða afhent.
Við viljum síðan gefa þeim kylfingum sem áhuga hafa tækifæri til þess að sækja kortin sín í skálanum á þriðjudaginn. Opið verður í skálanum fram til 20:00 af því tilefni. Aðrir sem sækja ekki skírteinin sín á þessum tíma fá þau send í lok vikunnar.