Sigmundur Einar er í 2 sæti að loknum fyrsta degi á austurríska áhugamannamótinu sem fram fer á Schloss golfvellinum í Schönborn í Austurríki. Hann lék á samtals 73 höggum sem er par vallarins. Sigmundur fékk alls 2 fugla, 1 örn, 1 skolla og síðan 3 yfir á 3 brautinni eins og áður sagði. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá Simma í kjölfar KB-banka mótsins um síðastliðna helgi.

Ottó var hins vegar ekki að gera gott mót endaði á samtals 7 yfir pari. Magnús Lárusson liðsfélagi þeirra úr GKJ endaði síðan á 11 höggum yfir pari.