Skv. skoðanakönnun hér á GKG.IS var Garðavöllur á Akranesi vinsælastur hjá félagsmönnum GKG á síðasta sumri. Spurt var "Hvaða vinavöll GKG spilaðir þú oftast í fyrra"
Alls voru það 280 manns sem tóku þátt 33,2% léku Garðavöll oftast. Svarfhólsvöllur á Selfossi varð í öðru sæti með 26,8% atkvæða, Leiran í Keflavík í 3 sæti með 23,2% atkvæða og Þorláksvöllur í Þorlákshöfn kom síððastur með 16,8%. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt.
Ný skoðanakönnun hefur verið sett af stað þar sem spurt er að því hver af afrekskylfingum okkar komi til með að ná bestum árangri á KB banka mótaröð GSí í sumar.