Hann hefur ekki bara verið í golfinu því frá þriggja ára aldri hefur hann æft samkvæmisdansa og náð frábærum árangri sem slíkur. Hann og Ragna Björk Bernburg, dansfélagi hans, hafa unnið marga Íslandsmeistaratitla og þau hafa ferðast út um allan heim að keppa og sýna. Nú síðast voru þau á Heimsmeistaramóti unglinga þar sem þau náðu 11. sæti sem er þeirra besti árangur í flokki 14-15 ára. Þau hafa einnig náð inn í úrslit í öðrum keppnum erlendis og voru þau t.d. í 2. sæti á móti í Tralee á Írlandi og 6. sæti á móti í Hollandi, 3. í Kaupmannahöfn, 3. í Bretlandi o.fl.
Golfið á hug hans allan á sumrin og ætlar hann að ná langt í golfinu í framtíðinni. Hann segir þessar tvær íþróttir fara mjög vel saman þó þær séu báðar tímafrekar og meirihlutinn af hans frítíma fer í æfingar. Þetta krefst mikillar skipulagningar og hafa foreldrar hans stutt mikið við bakið á honum.
Hann stefnir á að fara í nám erlendis og spila golf samhliða. Hver veit nema heimsmeistaratitill í dansi detti inn hjá honum einhverntímann. Honum þætti gaman að geta kennt dans samhliða golfinu þangað til að hann yrði atvinnumaður í golfi.
STAÐREYNDIR:
Nafn: Alex Freyr Gunnarsson
Klúbbur: GKG
Forgjöf: 9,0
Golfpokinn: Callaway 16 járnasett, Titleist fleygjárn, Odyssey White Hot two ball pútter og Callaway tré og driver.
Golfskór: Adidas
Golfhanski: Footjoy
Markmið í golfinu: Fara í háskóla úti og spila golf með og síðan gerast atvinnumaður.
Fyrirmynd: Tiger Woods
Uppáhalds matur: Indverskur kjötréttur
Uppáhalds drykkur: Powerade
Ég hlusta á: FM.95/7
Besti völlurinn: Leiran
Besta skor (hvar): 73 á Hellu
Besta vefsíðan:. Kylfingur.is
Besta blaðið: Golf á Íslandi
Besta bókin:. Harry Potter
Besta bíómyndin: Click