Ari Magnússon er að gera góða hluti á Skaganum Krakkarnir í GKG eru aldeilis að standa sig vel á Íslandsmótinu í höggleik sem nú fer fram á Garðavelli á Akranesi.

Eygló Myrra Óskarsdóttir sem keppir í flokki 14 – 15 ára og Ingunn Gunnarsdóttir sem keppir í flokki 16 – 18 ára er báðar í efstu sætum í sínum flokkum á 78 höggum. Eygló með 8 högga forystu og Ingunn á jöfnu skori við Heiðu Guðnadóttur úr GS.

Ari Magnússon sem keppir í flokki 14 – 15 ára er í 3. sæti eftir fyrsta dag aðeins 1 höggi á eftir efstu mönnum á 76 höggum og Alex Freyr Gunnarsson er í öðru sæti í flokki 13 ára og yngri einu höggi á eftir efsta manni. Þess má geta að þeir Helgi Ingimundarson, Gunnar Snær Gunnarsson og Bjarki Freyr Júlíusson eru allir á 79 höggum í 6. – 9. sæti. Guðjón Ingi Kristjánsson er efstur okkar stráka í flokki 16 – 18 ára í 14. sæti á 82 höggum ásamt þeim Jóni Arnari Jónssyni og Gesti Gunnarssyni.

Alls eru 25 krakkar úr GKG meðal þátttakenda í mótinu.