Kvennasveit GKG tapaði sínum öðrum leik á móti GR eftir hádegið í dag. Stelpurnar voru að spila vel framan af og átti fjórmenningurinn 3 upp eftir fyrri 9 holurnar og tvímenningarnir 2 niður hvor. Á seinni níu holunum var erfiðara hjá okkar stelpum og töpuðust tvímenningarnir á 15. og 16. holu hjá þeim Eygló Myrru Óskarsdóttur sem lék gegn Íslandsmeistaranum í holukeppni Önnu Lísu Jóhannsdóttur og Ingunni Gunnarsdóttur sem lék gegn Ragnhildi Sigurðardóttur.
Fjórmenninginn eftir hádegið skipuðu þær María M. Guðnadóttir og Erna Valdís Ívarsdóttir sem tapaðist á 17. holu eftir spennandi keppni við þær Hönnu Lilju Sigurðardóttur og Íslandsmeistarann í höggleik Helenu Árnadóttur.
Á myndinni er Ingunn Gunnarsdóttir sem lék tvímenning við Ragnhildi Sigurðardóttur.