GKG og Golfklúbburinn í Borgarnesi hafa gert með sér samkomulag um fríspil félagsmanna GKG í sumar. Samningurinn er með sama fyrirkomulagi og verið hefur undanfarin ár hjá öðrum samstarfsklúbbum GKG.

Golfklúbbur Borgarness sem staðsettur er að Hamri rétt ofan við Borgarnes mun opna 18 holu völl sinn í sumar en síðustu ár hefur hann verið 12 holur. Hamarsvöllur er stórglæsilegur völlur í gríðarlega fallegu umhverfi.

Stór munur getur verið á veðri á Reykjavíkursvæðinu og á Hamarsvelli og segir Símon Páll Aðalsteinsson framkvæmdastjóri GB að oft skipti veðrið við Borgarfjarðarbrúnna. Þannig geti verið hvasst í Reykjavík og á Skaganum þegar logn er að Hamri. Golfklúbbur Borgarness var stofnaður árið 1973 og verður Hamarsvöllur stækkaður í 18 holur í sumar eins og áður sagði.

Þá hefur verið samið um áframhaldandi samstarf við Golfklúbbinn á Hellu. Ákveðið var að ganga ekki til samninga við Golfklúbbinn Leyni á Akranesi að þessu sinni. Fleiri samstarfssamningar eru í vinnslu og ætti niðurstaða að liggja fyrir á næstu dögum