Nú er farið farið að styttast í það að við opnum Vífilsstaðavöll þetta sumarið. Eins og staðan er í dag er áætlað að dagskrá varðandi völlinn verði þannig:
Fimmtudagur 3. maí: Vinnudagur / Tiltektardagur
Mæting klukkan 16:00 og unnið til 19:00.
Þá er stefnt á að fá sem flesta af félögum til að koma saman og hjálpast að við að reka smiðshöggið á undirbúningsvinnuna og snyrta umhverfið áður en opnað er. Við erum búnir að útbúa verkefnalista fyrir hópinn og ræðst því árangurinn af því hversu margir sjá sér fært að mæta og taka til hendinni í 2-3 klukkutíma.
Þeir sem hafa tök á geta mætt frá klukkan 15:00 og unnið að hinum ýmsu verkefnum sem á dagskrá eru. Félögum er að sjálfsögðu frjálst að mæta örlítið seinna ef þeir eru að vinna lengur. Hver og einn getur hagað sínum vinnutíma eins og hentar hverjum. Af nógu er að taka og margar hendur vinna létt verk. Verkefnalisti mun hanga uppi í skálanum frá fimmtudegi. Snarl verður á boðstólum fyrir duglega.
Föstudagur 4. maí: þáttakendur fá rástíma frá Kl: 13:00
Sérstökum rástímum verður úthlutað til þeirra sem mæta í sjálfboðaliðastarf á fimmtudeginum. Eingöngu þeir sem mæta og aðstoða við undirbúningsvinnuna fá rástíma á föstudeginum.
Allir aðrir kylfingar og félagsmenn þurfa að bíða fram að formlegri opnun vallarins sem verður tilkynnt á félagsfundinum á miðvikudagskvöldið.