Ottó Sigurðsson, atvinnukylfingur GKG, varð efstur af þeim kylfingum sem kepptu fyrir hönd GKG í 2. móti Kaupþingsmótaraðarinnar sem fram fór í slæmu veðri á Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur um helgina.

 

Ottó spilaði hringina tvo, en sá þriðji var felldur niður, á 74 og 78 höggum, samtals 8 yfir pari. Næstur GKG manna var Íslandsmeistarinn Sigmundur Einar Másson, en hann lék hringina á 74 og 80 höggum og endaði í 7.-8. sæti. Best GKG stúlknanna var Eygló Myrra Óskarsdóttir, en hún endaði í 8.-10. sæti.

 

Annars var árangur kylfinga GKG svona:

 

Í karlaflokki:

 

2.-4. Ottó Sigurðsson + 8

6.-8. Sigmundur Einar Másson + 10

21.-25. Guðjón Ingi Kristjánsson og Sigurður Rúnar Ólafsson + 16

26.-29. Guðjón Henning Hilmarsson + 17

32.-34. Haukur Már Ólafsson + 19

37.-42. Valgeir Tómasson og Brynjólfur Einar Sigmarsson + 21

45.-48. Jón Guðmundsson +25

59.-60. Kjartan Dór Kjartansson +37

 

Í kvennaflokki:

 

8.-10. Eygló Myrra Óskarsdóttir +26

14. Ingunn Gunnarsdóttir +32