Nú er loksins komið að því!
Næstkomandi laugardag, þann 9.júní 2007 verður Opna GKG mótið haldið með pompi og prakt. Mótið verður stórglæsilegt og er sögulegt fyrir þær sakir að þá verður í fyrsta skipti spilað upp í Leirdalinn. Vallarstarfsmenn hafa unnið hörðum höndum við að gera völlinn sem glæsilegastan fyrir mótið og verður því mikil upplifun fyrir kylfinga að spila völlinn fullbúinn í fyrsta skipti.
Verð er 4.500 krónur á mann og innifalið í því er súpa og meðlæti hjá Heiðari veitingamanni. Hægt er að skrá sig með því að smella hér. Við vekjum athygli á því að mótið er opið og öllum því frjálst að mæta og reyna sig í Leirdalnum.
Mótið markar formlega opnun Leirdalsins og frá og með laugardeginum verður Vífilsstaðarvöllur 27 holur.